Dagatal fyrir 2023

Undanfarin ár hef ég útbúið dagatal til að nota til að skipuleggja starfið bæði í vinnunni og heimavið, uppsetningin er óhefðbundin þar sem vikurnar eru settar upp í dálkum og dagarnir eru raðir, það er samt sem áður mjög fljótt að venjast. Ef þig vantar dagatal fyrir árið 2023 þá er hérna skrá sem þú getur prentað út á A4...

Dagatal 2022

Nokkur síðustu ár hef ég sett upp dagatal til að prenta út og notað á heimilinu fyrir afmælisdaga og verkefnin framundan. Krakkarnir eru orðnir háðir þessu þar sem þau hafa kannski ekki alveg sama tækifæri til að kíkja í calendar í símanum og gott að hafa svona yfirlit til að horfa á yfir morgunverðarborðinu.   Hérna má finna dagatal fyrir...

Dagatal 2021

Undanfarin ár hef ég útbúið dagatal til að hengja í eldhúsinu heima, einfalt og aðgengilegt. Krökkunum finnst mjög gott að hafa yfirsýn og í lok árs er skemmtilegt að fara yfir árið og sjá hvað er búið að gera. Nema í fyrra reyndar, það er undantekning. Hérna má finna dagatal fyrir 2021 sem þú getur prentað út í svarthvítu, smellt...

WordPress vefir – öryggi, uppfærslur og umgengni

Það má með sanni fullyrða að WordPress sé eitt útbreiddasta vefumsjónakerfi í heimi, en það er kerfið að baki um 35% vefsíðna í heiminum Ef eingöngu eru taldar síður sem eru byggðar í þekktu vefumsjónakerfi þá er WordPress með yfir 60% hlutdeild.  Í grunninn er WordPress mjög einfalt kerfi, byrjaði sem fréttaveitu/blogg kerfi en getur í dag knúið allskonar vefsíður...

Vefhönnun í 20 ár

Þessi færsla er sannkölluð ferð niður “memory-lane” en um þessar mundir eru 20 ár 😮 síðan ég hóf ferilinn sem vefhönnuður, fékk fyrstu “alvöru” vefverkefnin og fékk eiginlega algjöra vefhönnunardellu. Það var vorið 1999 en ég hafði verið að fikta við HTML forritun síðan 1997. HTML var þá afskaplega prímitívt, það var ekki fyrr en aðeins seinna að stílsnið (CSS)...

Dagatal 2019

Árið 2019 nálgast óðfluga og við fögnum því að sjálfsögðu. Nýtt ár þýðir ný tækifæri og ný markmið. Fyrir nokkrum árum leitaði ég að einföldu en öflugu dagatali og þrátt fyrir að þau séu óteljandi mörg og flest afbragðsfalleg þá fann ég ekki það sem hentaði fyrir mig, þannig að ég ákvað að búa það til. Mig langaði nefnilega til...

Dagatal 2018

Nýtt ár, nýtt dagatal! Ég verð að viðurkenna að ég hef talsverða aðdáun á góðu skipulagi, án þess þó að vera yfirgengilega rúðustrikuð. Ég reyni eftir fremsta megni að fara eftir þeim áætlunum sem ég set mér en það fer auðvitað upp og ofan eins og hjá sennilega flestum. Fyrstu dagar nýs árs eru góður tími (eins og hver annar...

Dagatal 2017

  Það er aftur komið að áramótum. Ég veit ekki hver stjórnar þessu með tímann en mér finnst hann fljúga allt of hratt! Í fyrra gerði ég einfalt dagatal fyrir árið 2016 sem ég er búin að nota allt árið og þar sem allir geta sótt pdf skránna og prentað út þá skilst mér að það hafi farið upp mjög...

Dagatal 2016

Gleðilegt nýtt ár! Nýju ári fylgir einhver löngun til að hreinsa til og skipuleggja starfið framundan. Það hvort sem er starfið hjá Blek eða skipulag fjölskyldunnar. Eitt af því sem er ómissandi er nýtt og ferskt dagatal. Ég náði mér í fallega dagatalið hennar Lindu Ólafsdóttur, ákaflega vandað og vel teiknað og með sérstaklega fallega handskrifaða stafagerð. Það ná ekki...

Vefhönnun – ferli og eftirfylgni

Vefurinn er eitt öflugasta markaðstól sem völ er á og mjög mikilvægt að fjárfesting í vefnum sé vel nýtt. Þó svo öll verkefni séu ólík og geta krafist mismunandi nálgunar þá langar okkur aðeins til að fara yfir ferli varðandi vefhönnun og uppsetningu á vef. Áður en farið er af stað er nauðsynlegt að vinna forvinnu. Sé hún ekki unnin...

Mörkun / Branding – Sagan bakvið vörumerkið

Mörkun er íslenskt orð yfir enska heitið “branding” sem útleggst sem merking á eign til að aðskilja hana frá eignum annarra og er runnin frá þeim tíma sem húsgripir voru brennimerktir. Með mörkun er félagið, fyrirtækið eða vörumerkið aðskilið frá samkeppnisaðilum á sjónrænan, persónulegan og tilfinningalegan hátt. Með mörkun er búin til rödd sem á þátt í að skapa þær...