Vefir
Vefhönnun og vefsíðugerð hefur þróast tæknilega á gríðarlegum hraða síðustu ár. Hjá Blek er yfir 20 ára reynsla af hönnun fyrir vefinn en það sem hefur ekki breyst er það sem í raun skiptir mestu máli varðandi vefinn; að notandinn finni svör við spurningum, fái semsagt eitthvað út úr því að skoða og upplifa vefinn. Þá þarf hann að vera vel skipulagður upplýsingalega séð, áhugaverður í útliti og uppbyggingu og hraður. Ekki síður er mikilvægt að hann finnist í leitarvélum og þar eru margir þættir sem spila inn í.
Við notum WordPress og buildera sem gera það kleift að hafa vefinn nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann og þjóna fjölbreyttu innihaldi. Það eru hagkvæmir en jafnframt gríðarlega öflugir vefir sem geta náð miklum árangri fyrir markaðsstarfið þitt en það þarf jafnframt að sinna honum rétt og vel.
Hér má sjá vefi sem við höfum gert.