Blek

Blek – Skapandi norðlensk auglýsingastofa var stofnuð árið 2010 og vinnur með félögum og fyrirtækjum úr öllum geirum atvinnulífsins um allt land við gerð markaðsefnis, auglýsinga, uppsetningu vefsvæða og umsjón samfélagsmiðla.

Við leggjum mikla áherslu á samræmt útlit vörumerkja í öllum miðlum og mikilvægi þess að félagið/fyrirtækið/varan hafi sömu rödd í öllum miðlum.

Mikil áhersla er lögð á sterkt tenglanet við aðra sérfræðinga; markaðsfræðinga, ljósmyndara, blaðamenn og þýðendur.

Starfsmenn Bleks hafa háskólamenntun að baki í sínu fagi og margra ára reynslu úr atvinnulífinu, sem skilar sér í skjótum og vönduðum vinnubrögðum sem og miklum metnaði til að ná árangri.

Blek vinnur með fyrirtækjum í öllum geirum atvinnulífsins og opinberum aðilum um allt land.