Grafísk hönnun og gerð markaðsefnis

Blek er auglýsingastofa í miðbæ Akureyrar sem veitir þjónustu á sviði auglýsinga-, hönnunar- og markaðsmála. Við vinnum með félögum og fyrirtækjum af öllum stærðum, allsstaðar að af landinu, við að koma skilaboðum til þeirra markhópa á eftirminnilegan hátt.

Blek hefur verið starfandi í núverandi mynd frá árinu 2010 en við höfum reynslu allt frá árinu 1999 í gerð kynningarefnis og uppsetningu vefsíðna.

Ferskleiki og reynslubanki er okkar blanda.

 

Hvað gerum við?

  • Auglýsingar og birtingaáætlanir
  • Vefborðar með eða án hreyfingar, birtingar á samfélagsmiðlum eða í google (display og search)
  • Umbrot á prentefni af öllum stærðum, allt frá litlum bæklingum yfir í ársskýrslur eða bækur
  • Merki / Lógó
  • Nafnspjöld og önnur bréfagögn
  • Umsjón með samfélagsmiðlum; facebook, instagram, twitter og ráðgjöf varðandi færslur á samfélagsmiðla
  • Umhverfisgrafík, standar og skilti
  • Teikningar
  • Vefir / Vefhönnun, viðmótsráðgjöf og uppsetning í vefumsjónakerfi

Við leggjum mikla áherslu á samræmt útlit þíns fyrirtækis þvert á alla miðla.

Auglýsingar og markaðsefni

Við hönnum auglýsingarnar, sjáum um textasmíði, myndefni, teikningar og allt það sem skiptir máli fyrir skilaboðin þín. Öllum auglýsingum fylgir vefvæn útgáfa sem hægt er að deila um þá samfélagsmiðla sem þú vilt leggja áherslu á.

Við útbúum birtingaáætlanir út frá fjármagni og markmiðum þínum í markaðssetningu, bókum auglýsingar í mismunandi miðla hvort sem er dagblöð, tímarit, samfélagsmiðla, vefborða eða skjáauglýsingar og skilum þeim inn eftir samþykki frá þér.

Við útbúum bæklinga stóra og smáa, veggskilti, ársskýrslur, nafnspjöld og vörumerki. Við leitum eftir tilboðum í prentun og dreifingu eftir þörfum.

Við erum með öllum okkar viðskiptavinum í liði. Það felur í sér að við erum alltaf til taks, erum með augun opin fyrir nýjum tækifærum, komum með tillögur sem gætu nýst í samskiptum og markaðsstarfi og erum vakandi ef einhver umfjöllun á sér stað í fjölmiðlum sem eru tengd viðskiptavinum okkar.

Vefurinn og samfélagsmiðlar

Góður vefur er eitt öflugasta markaðstólið í dag. Þá þarf líka að nýta hann rétt. Við leggjum mikla áherslu á þróun vefsíðunnar þinnar eftir að hún er komin í loftið þannig að hann þjóni hlutverki sínu sem best.

Við erum með frá upphafi: skráum lénið þitt, finnum hýsingu sem hentar og setjum upp netföng fyrir þig. Við setjum vefinn upp þannig að hann henti efninu þínu. Við setjum upp vefumsjónakerfi, setjum útlitið þitt upp, innihald eftir samkomulagi, tengjum vefinn inn á þá samfélagsmiðla sem þú vilt nota og leiðbeinum hvernig þú uppfærir vefinn sjálfur.

Við viljum að sjálfsögðu að þú fáir eins mikið úr fjárfestingu þinni og mögulegt er, þess vegna er næsta skref okkar að búa til efnis- og birtingaráætlun fyrir vefinn þinn og samfélagsmiðla.