Undanfarin ár hef ég útbúið dagatal til að nota til að skipuleggja starfið bæði í vinnunni og heimavið, uppsetningin er óhefðbundin þar sem vikurnar eru settar upp í dálkum og dagarnir eru raðir, það er samt sem áður mjög fljótt að venjast.
Ef þig vantar dagatal fyrir árið 2023 þá er hérna skrá sem þú getur prentað út á A4 blöð og hengt upp með klemmu að eigin vali. Einhverjir hafa prentað þetta út í tvöfaldri stærð á A3 blöð og svo er líka voða krúttlegt að prenta það í 50% stærð á A4 blað og hafa þá tvo mánuði á hverju blaði. Dagatalið er hægt að sækja að sjálfsögðu alveg ókeypis, en ef þú vilt fá prentað eintak í pósti, með klemmu, þá kostar það 2500 kr með sendingarkostnaði. Endilega sendu mér póst og ég græja það um hæl.