Albert eldar – uppskriftavefur

Uppskriftavefur Alberts Eiríkssonar hefur verið vinsæll síðast liðin ár. Hann vildi fríska upp á vefinn og leitaði til Blek. Við sáum strax að innihaldið mætti fá að njóta sín ennþá betur. Uppskriftirnar voru allar svolítið faldar. Svona fjölbreyttur uppskriftavefur má gjarnan vera mjög lifandi þannig að myndirnar fái að njóta sín. Margar frábærar uppskriftir og matarmyndir eru á vefnum, að ógleymdum veislu- og háttvísiráðum. Við endurskipulögðum veftréð, lagfærðum síður og stilltum þema sem hentaði innihaldinu. Einnig bættum við leitarvélina og tengdum vefinn við auglýsingakerfi, þar sem hægt er að setja inn og tímastilla vefborða frá auglýsendum. Við þökkum Alberti Eiríkssyni kærlega fyrir frábært samstarf og óskum honum til hamingju með flottan uppskriftavef. Þar sem það hæfði tilefninu þá buðum við honum upp á skúffuköku rétt áður en uppskriftavefurinn fór í loftið!

Viðskiptavinur
Albert Eiríksson
Ártal
2019
Categories