Prentefni

Markaðsefni á prenti er annars eðlis en það sem við erum með á skjánum eða í símanum alla daga. Það er í "kjötheimi",  áþreifanlegt og aðgengilegt. Það er auðvelt að pikka það upp og dreifa því og því fer fjarri að bæklingar til ákveðinna hópa, s.s. ferðamanna, séu úreldir og allt komið á netið. Þvert á móti er mikilvægt að vera sýnilegur á upplýsingamiðstöðvum og annarsstaðar þar sem fólk kemur saman.

Umhverfið er samt sem áður alltaf í fyrsta sæti. Við gerum ekki reglulega dreifimiða og skiptum einungis við Svansvottaðar prentsmiðjur, sem felur í sér að umhverfisáhrif prentunar er í lágmarki og jafnframt að pappírinn sem við veljum er úr evrópskum nytjaskógum. Við leggjum líka áherslu að hönnunarstærðir passi á arkir þannig að sem minnst pappírssóun eigi sér stað.

Meðal efnis sem við höfum hannað og látið framleiða: