Vísindabók Villa 1

Fyrsta Vísindabók Villa var teiknuð og brotin um hjá Blek. Hún var fyrsta barnabókin til að ná toppi metsölulista bókabúðanna og hraðast selda barnabókin frá upphafi. Vísindabók Villa 1 var tilnefnd til íslensku barnabókaverðlaunanna.

Vilhelm Anton Jónsson var búinn að skrifa vísindabók fyrir krakka af sinni einstöku snilld og vantaði klára teiknara til að teikna hana. Og samstarfið small saman á fyrstu síðu! Hver opna hefur sitt þema og er ríkulega myndskreytt af okkur hjá Blek (Dagný Reykjalín og Guðrún Hilmisdóttir). Við sáum einnig um umbrot og frágang á bókinni allt þar til henni var skilað til prentsmiðju í Slóveníu. Ljósmyndarinn Ari Magg tók forsíðumyndina og Forlagið gaf bókina út. Hún kom út þann 10. október 2013.

Ártal
2013
Categories