Trigger ráðgjöf

Trigger ráðgjöf ehf. veitir ráðgjöf á sviði upplýsingatækni, upplýsingaöryggis og persónuverndar.
Merkið á að endurspegla traust og þekkingu. Leturgerðin er nútímalegt fótaletur sem er stöðugt og klassískt en bregður jafnframt á leik sem sýnir trausta og gróna þekkingu en jafnframt opin fyrir nýjungum. Það er með sjálfstraust sem sést í hlutfalli breiðra og mjórra lína.
Heitið er skrifað með lágstöfum sem sýnir mannleika og samstarfsvilja.

Fyrir ofan heiti fyrirtækisins eru fjórar örvar, tvær sem vísa út og tvær sem vísa inn. Saman býr formið til skjöld sem er klassískt tákn um öryggi. Þessi skjöldur vísar í að ógnir geta komið að utan sem og að innan, og að öryggið þarf jafnframt að vera fyrir utan og fyrir innan. Hvíta formið inni í skildinum er ör sem vísar upp og öll viljum við jú fara upp á við. Í hvíta forminu má með góðum vilja einnig sjá hástafinn T.

Litirnir eru dimmblár og dökkrauður, tveir stöðugir og djúpir litir sem vekja öryggistilfinningu.

Categories