Menningarfélag Akureyrar

Menningarfélag Akureyrar samanstendur af Leikfélagi Akureyrar, Menningarhúsinu Hofi og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Menningarfélagið hefur aðsetur í Hofi Menningarhúsi. Útlit starfsársins 2017-2018 var byggt á grunninum sem við hönnuðum fyrir markaðsútlit starfsársins þar á undan. Hin vínrauði litur MAk er sem fyrr í aðalhlutverki.

Forsíðumyndina tók Auðunn Níelsson og Arnar Tryggvason vann myndvinnsluna. Ásprent prentaði bæklinginn sem dreift var í öll hús og fyrirtæki á Akureyri var hægt er að nálgast í Menningarhúsinu Hofi.

Einnig sáum við um uppsetningu á öllu auglýsingaefni þann veturinn og allt markaðsefnið var í sama takti.

Þess má geta að þegar Hof menningarhús opnaði, haustið 2010, var útlit á auglýsingar og markaðsefni fyrir húsið og viðburði í því, hannað hjá Blek.

Viðskiptavinur
Menningarfélag Akureyrar
Ártal
2017-2018
Categories