Háskólinn á Akureyri 30 ára

Háskólinn á Akureyri fagnaði 30 ára afmæli sínu árið 2017 og við fengum að gera afmælismerki handa þeim.

Við hófum afmælisárið á því að hanna og myndskreyta borðdagatal með viðburðum afmælisársins sem var dreift inn á öll heimili á Akureyri. Einnig sögusýningu og viðburðadagatal sem sett er upp í Háskólanum og svo verða ýmsar uppákomur á afmælisárinu.

Afmælismerkið er einfalt hringform, sem talar vel við og fellur að geometríska merkinu þeirra sem var hannað á Vinnustofu Atla Hilmarssonar árið 2007. Afmælistáknið getur staðið með merkinu eða án þess. Hringformin mynda töluna 30 og með smá útsjónarsemi má sjá form Íslands í því líka, Háskólinn er enda brautryðjandi í fjarnámskennslu á Íslandi og nemendur hans eru staðsettir um allt land.

Viðskiptavinur
Háskólinn á Akureyri
Ártal
2017
Categories