
Menntaskólinn á Tröllaskaga
Menntaskólinn á Tröllaskaga var stofnaður 2010 og við erum búin að vera með frá upphafi, gerðum merkið, merkingar og grunn markaðsefni. Við höfum tekið þátt í að móta ásýnd skólans með árstíðabundnum auglýsingum þar sem merkið er falið á einhvern hátt
Menntaskólinn á Tröllaskaga
2010
merki | teikningar

Í teikningunni sem birtist með jólakveðju skólans, má sjá hvernig skautafólkið teiknar merkið í ísinn.

Stórsýning Menntaskólans á Tröllaskaga fer fram á vorin en þá er afrakstur vetrarins eða annarinnar sýndur á vef og í húsnæði skólans. Þá fer merkið heilan hring og inniheldur þá liti sem við höfum áhuga á hverju sinni.

Skólinn sendir nemendum og starfsfólki jólakveðjur um hver jól og þá er merkið sett í einhverskonar jólabúning