Grænt góðgæti frá Laugarmýri

Grænt góðgæti frá Garðyrkjustöðinni Laugarmýri í Skagafirði, þar sem ræktað er allskonar grænmeti og ýmislegt góðgæti fer í krukkur. Þær má finna á mörkuðum, í bakaríum og á ýmsum öðrum stöðum. Við fengum að gera límmmiða á krukkurnar og merkja þær innihaldi. Í bakgrunni miðans má sjá Mælifell í Skagafirði í hinum ýmsu tónum. Ofan á krukkurnar er miði frá Matarkistunni Skagafirði en markmið þess er að gera skagfirsk matvæli sýnileg.

Viðskiptavinur
Garðyrkjustöðin Laugarmýri
Ártal
2018
Categories