Brothættar byggðir
Táknið fyrir verkefnið Brothættar byggðir er hringur þar sem innan í eru hús og fjall fyrir ofan en hringinn sker bylgjulaga hafflötur að neðanverðu.
Hringurinn er verndartákn, þríhyrningurinn þarf fyrir innan er fjall sem táknar landið og landsbyggðir en er líka tákn stöðugleika og athygli. Hafflöturinn vísar í sjávarbyggðir en færir hreyfingu í merkið þannig að það er ekki staðnað heldur lifandi og á hreyfingu. Misstór húsin tákna hið manngerða; fólk og samfélag.
Bæði fjallið og húsin mynda örvar upp á við, báðir endar hafflatarins vísa upp á við. Öll þessi atriði búa til jákvæð og bjartsýn teikn.
Merkið er hægt að nota í svörtum lit eða í appelsínugulum annars vegar og fjólubláum lit hins vegar, eftir stöðu verkefnis.
Byggðastofnun
2025