
Akureyrarbær
Tiltekt í markaðsefni Akureyrarbæjar var löngu tímabær. Nokkrar útgáfur af merkinu voru í notkun og samræmi lítið.
Skjöldinn gerði Tryggvi Magnússon listmálari en Guðmundur Ármann Sigurjónsson teiknaði hann síðar upp.
Við gerðum nýja útgáfu af merkinu, völdum nýjan bláan lit og nýtt letur sem er notað yfir allt markaðsefni (utan einstakra fyrirsagna).
Við gerðum líka hönnunarstaðal sem lýsir merkinu og notkun þess, sniðmáti fyrir auglýsingar í stærðum fyrir flesta bæjarmiðla, nafnspjöld, glærugrunna, sniðmát fyrir Word bréfsefni, umslög og merki fyrir öll undirsvið bæjarins í standandi og liggjandi útgáfum.
Akureyrarbær
2018