Vefurinn er eitt öflugasta markaðstól sem völ er á og mjög mikilvægt að fjárfesting í vefnum sé vel nýtt. Þó svo öll verkefni séu ólík og geta krafist mismunandi nálgunar þá langar okkur aðeins til að fara yfir ferli varðandi vefhönnun og uppsetningu á vef.
Áður en farið er af stað er nauðsynlegt að vinna forvinnu. Sé hún ekki unnin rétt er mjög líklegt að á einhverjum tímapunkti komi upp vafaatriði varðandi vefinn sem valdi óþarfa tímasóun og kostnaðarauka – eða að fyrirtækið þitt fái ekki eins mikið út úr vefnum eins og ætla mætti.
Efnisleg greining/þarfagreining
Efnisleg greining/þarfagreining er gerð með því að nota upplýsingar úr viðskiptaáætlun eða við nálgumst upplýsingarnar í samtali, aðal málið er það hvað þú ætlar að kynna/segja á vefnum. Á öllum stigum þarf að hafa markhópana (yfirleitt fleiri en einn) og notandann í fyrirrúmi.
Vefhönnun hjá Blek snýst um að við setjum efnið upp þannig að notandinn nálgist það á eins skynsaman hátt og hægt er með notagildi (e. usability) og nútímalega myndræna framsetningu í takti við annað markaðsefni. Þetta efni er ákveðið og komið haganlega fyrir áður en sjálf vefhönnun og uppsetning vefsins hefst, það er mjög mikilvægt að vanmeta ekki forvinnuna.
Tæknileg greining
Tæknileg greining er gerð eftir umfangi vefsíðunnar, tæknikunnáttu forráðamanns og fjármagni (budgeti). Við höfum unnið jafnt með stórum veffyritækjum þar sem við útbúum útlit og viðmót sem er svo sent til þeirra forritara í uppsetningu í vefumsjónakerfi (Content Management System). Við höfum líka sett upp vefina hjá Blek með opnu vefumsjónakerfi á borð við WordPress.
Ef flóknari vefumsjónakerfi eru valin er mjög mikilvægt að vefstjóri/forráðamaður innan fyrirtækisins hafi tíma og tæknikunnáttu til að læra inn á kerfið og inn á skipulag vefsíðunnar. Hinn kosturinn er að ráða þjónustuaðila til að sjá um að breyta og uppfæra síðuna reglulega með nýju efni. Hins vegar getur umfangslítið vefumsjónakerfi, þar sem vefstjóri getur sett inn myndir og breytt texta á öllum síðum, þjónað mjög vel.
Útlits- og viðmótshönnun
Útlitshönnun er afskaplega mikilvægur þáttur í gerð vefsíðu og gríðarlega mikilvægt er að samræma útlit og nálgun vefsíðunnar við annað markaðsefni fyrirtækisins. Útlit hefur, ásamt öðru, mikil áhrif á ímyndina og mótar þær tilfinningar sem aðrir hafa gagnvart þér og þinni þjónustu. Útlitið á hins vegar ekki að gnæfa yfir virkni eða viðmót vefsins þannig að það trufli, heldur eingöngu að styðja það og styrkja innihaldið.
Uppsetning/forritun
Uppsetningin fer þannig fram að við annaðhvort sendum efnislega greiningu og útlit til forritara, eða setjum upp vefumsjónakerfi og aðlögum það útliti og efnisgreiningu. Við getum gefið þér tilboð í að skrifa og setja inn allt efni þegar efnistökin (Content Analysis) hafa verið skilgreind. Við skráum fyrir þig lén og hýsingu hjá þriðja aðila og göngum frá tæknilegu hliðinni varðandi netföng oþh. Þegar vefurinn hefur verið settur upp sendum við á þig leiðbeiningar sem segir hvernig þú loggar þig inn til að setja inn texta og annað efni.
Textagerð
Texti er aldrei uppfyllingarefni. Textinn er efnisinnihaldið og kjarninn í þínum vef. Textinn á vefnum þínum skiptir gríðarlega miklu máli og það þarf að vanda gerð hans, bæði málfar og hvernig nálgun er á efnistökum. Með textanum ertu bæði að tala við hlustendur þína sem vilja skilmerkilegar upplýsingar og þú ert líka að tala við vélar, róbóta sem skynja og skilgreina innihaldið og leggja dóm á vefsíðuna þína í heild, og segja þá hversu nytsamlegur hann er fyrir aðra. Með öðrum orðum skiptir textainnihaldið á síðunni þinni miklu máli varðandi það hvar þú lendir í leitarniðurstöðum t.d. í Google.
Textarými á síðunni þinni þarf að vera lifandi, þ.e. þú þarft að hafa möguleika á því að bæta við upplýsingum – og þú þarft að gefa þér tíma og/eða fjármagn til að halda textarýminu lifandi. Þannig eykurðu sýnileika þinn í leitarvélum um allt að 30% ásamt því að með lifandi textarými hefurðu tækifæri til að auka breiddina í leitarvélum.
Með því að búa til ákveðinn ramma um efnistök getum við skrifað texta á vefinn þinn, við höfum góð sambönd við þýðendur og getum haldið utan um vefinn á nokkrum tungumálum.
Vefur í loftið, hvað svo?
Það má líkja vefsvæði við garðyrkju, það þýðir ekki bara að gróðursetja og yfirgefa svo garðinn – til að fá uppskeru og fallegan garð þarf að hlúa að honum mjög reglulega og sjá til þess að hann fái vökva, sólarljós, rétta næringu og kafni ekki í illgresi. Vefur er ekki heldur listaverk sem maður yfirgefur þegar það er komið í loftið heldur einmitt erum við þá á byrjunarreitnum.
Fyrir utan að ganga frá vefnum þannig að leitarvélar eigi greiðan aðgang að honum getum við bent á nokkur atriði sem auka sýnileika. Einnig getum við útbúið auglýsingar, annað hvort texta eða grafískar myndir og sett á ákveðna markhópa á facebook, google osfr.
Við útbúum póstlista og tengjum hann inn á vefinn þinn, póstlistinn er öflugt tæki en er jafnframt viðkvæmt og vand með farið.
Við getum líka, og viljum mjög gjarnan taka vefinn þinn og markaðsmálin í fóstur. Það virkar þannig að við búum til áætlun um efnisinnihald sem nær yfir ákveðinn tíma og fyrirfram ákveðna miðla. Við höfum einnig samband við þig og hvetjum þig til að hafa samband við okkur yfir tímabilið, og fáum fréttir af því sem er að gerast hjá fyrirtækinu þínu. Ef það er sérstakt efni sem á erindi á vefinn þá búum við til fréttir úr því og setjum þar sem við á, annaðhvort inn á vefinn með myndum, inn á facebook, sendum á póstlista eða sem fréttatilkynningar til fjölmiðla. Við vöktum þá einnig Facebook síðuna þína eða aðra samfélagsmiðla og öflum okkur upplýsinga og svörum fyrirspurnum á besta hátt á sem skemmstum tíma.
Allt miðar þetta að því að þú getir nýtt þér vefinn þinn í markaðssetningu og að þitt fyrirtæki sé til staðar á réttum tíma á vefnum fyrir markhópinn þinn.
Hafðu samband við okkur í gegnum formið á síðunni eða í blek@blekhonnun.is ef þig vantar nýjan vef eða að fríska upp á gamla vefinn þinn. Við tökum vel á móti þér.
Dagný Reykjalín er grafískur hönnuður, vefhönnuður hjá Blek og bloggari. Hún hefur langa reynslu (frá 1998) af hönnun fyrir vefinn, bæði grafísku útliti og notendavænni viðmótshönnun.