Teikningar

Teikningar eru stór hluti af vinnu grafískra hönnuða. Skissugerð fylgir nánast hverju einasta verkefni og hvort sem unnið er í tölvu, ipad, á pappír með penna, blýanti eða vatnslitum, þá getur skemmtilega útfærð teikning gert gæfumuninn í markaðsefni eða ímynd fyrirtækja.

Ótal stílbrigði af teikningum er til en við höfum ekki þróað með okkur eina sérstaka stíltegund heldur leyft verkefninu hverju sinni að eiga sinn stíl.